Forsíða
Velkomin(n) á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 54.738 greinar.
Grein mánaðarins
Loujain al-Hathloul (f. 31. júlí 1989) er sádi-arabísk kvenréttindakona, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og fyrrum pólitískur fangi. Hún er útskrifuð úr Háskólanum í Bresku Kólumbíu.
Al-Hathloul hefur nokkrum sinnum verið handtekin og síðan sleppt fyrir að óhlýðnast banni gegn því að konur aki bílum í Sádi-Arabíu. Hún var handtekin í maí árið 2018 ásamt fleiri kunnum kvenréttindakonum fyrir að „reyna að grafa undan stöðugleika konungsríkisins“. Í október árið 2018 var eiginmaður hennar, uppistandarinn Fahad Albutairi, einnig framseldur til sádi-arabískra stjórnvalda frá Jórdaníu og var settur í fangelsi. Hathloul var sleppt úr fangelsi þann 10. febrúar 2021.
Al-Hathloul var í þriðja sæti á lista yfir 100 áhrifamestu Arabakonur heims árið 2015. Þann 14. mars 2019 tilkynnti PEN America að Hathloul myndi hljóta PEN/Barbey-ritfrelsisverðlaunin ásamt Nouf Abdulaziz og Eman Al-Nafjan. Verðlaunin voru afhent þann 21. maí á bandarískri bókmenntahátíð PEN.
Árið 2019 taldi tímaritið Time Hathloul meðal 100 áhrifamestu einstaklinga ársins.
Í fréttum
- 12. ágúst: Rithöfundurinn Salman Rushdie er stunginn í hálsinn þegar hann flytur fyrirlestur í New York.
- 10. ágúst: Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambandsins.
- 3. ágúst: Eldgos (sjá mynd) hefst við Meradali austan við Fagradalsfjall um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
- 23. júlí: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu.
- 21. júlí: Droupadi Murmu er kjörin forseti Indlands.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Eldgosið við Meradali • Innrás Rússa í Úkraínu • Kórónaveirufaraldurinn • Sýrlenska borgarastyrjöldin • Stríð Rússlands og Úkraínu
Atburðir 16. ágúst
- 2005 - West Caribbean Airways flug 708 rakst á fjall í Venesúela með þeim afleiðingum að 152 fórust.
- 2006 - Þýskur ferðamaður beið bana þegar ís hrundi úr loft íshellis við Hrafntinnusker.
- 2006 - Stærsta flutningaskipi heims, Emma Maersk, var hleypt af stokkunum í Danmörku.
- 2009 - Usain Bolt setti nýtt heimsmet í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur.
- 2012 - 200 voru drepin í Hamahéraði í norðanverðu Sýrlandi.
- 2014 - Jarðskjálftahrina hófst í Holuhrauni.
- 2014 - Sveitir Íslamska ríkisins myrtu 312 jasída í bænum Kojo í Norður-Írak.
- 2019 – 20 flóttamenn biðu bana í loftárásum Rússa á Hass-flóttamannabúðirnar í Sýrlandi.
Vissir þú...
- … að Jeanne Barret (sjá mynd) er almennt álitin fyrsta konan sem lauk siglingu umhverfis hnöttinn?
- … að fjölbreytni fugla af svöluætt er mest í Afríku?
- … að 166 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna teljast einingarríki?
- … að íslenska málnefndin tók við af svokallaðri „nýyrðanefnd“ sem hafði verið stofnuð 1952 til að búa til íslensk nýyrði yfir ýmis tæknileg hugtök?
- … að í Bunroku-stríðinu árið 1592 gaf stríðsherrann Kiyomasa Katō hersveitum sínum japanska réttinn natto og sagt er að þær hafi miklu síður en aðrar hersveitir þjást af smitsjúkdómum og meltingarkvillum?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |